Námskeið um vistvænar samgöngur og áhrif sveitarfélaga
Námskeið um vistvænar samgöngur og áhrif sveitarfélaga
LOFTUM heldur námskeið um vistvæna ferðamáta miðvikudaginn 19.mars milli kl 11:00 og 12:00. Námskeiðið fer fram á Teams og er ætlað starfsfólki og kjörnum fulltrúum á starfssvæði SSNE og er þeim að kostnaðarlausu.
Skráning fer fram hér.
Á námskeiðinu verður farið í kolefnislosun og orkunotkun ólíkra ferðamáta. Farið verður yfir fjölbreyttar aðgerðir sem sveitarfélög geta farið í til að auka notkun vistvænna ferðamáta, raunveruleg dæmi og áhrif þeirra. Farið verður yfir hvernig samgöngusamningar eru gerðir og hvaða áhrif þeir hafa. Einnig verður farið yfir ákvörðunartré fyrir flug ásamt kolefnisjöfnun fyrir samgöngur.
Á seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir áhrif ferðavenja á loftgæði og hvaða áhrif slæm loftgæði hafa á mismunandi hópa fólks. Farið verður yfir umhirðu gatna og sannreyndar aðferðir fyrir sveitarfélög til þess að minnka svifryk.
Fræðslan nýtist vel fyrir öll þau sem koma að þessum málaflokkum hjá sveitarfélögum og lögð verður áhersla á þá þætti sem nýtast sveitarfélögunum sem best.
Eftir fræðsluna eru þátttakendur komnir með skilning á hvaða áhrif mismunandi ferðamátar hafa á umhverfið og hvað sveitarfélög geta gert til þess að hafa bein áhrif á ferðavenjur fólk. Þátttakendur öðlast þekkingu á helstu mengunarvöldum í samgöngum og tækifærum til að að draga úr þeim.
Fyrirkomulag: Fyrirlestur á Teams
Markhópur: Starfsfólk sveitarfélaga í umhverfis- og skipulagsmálum, framkvæmdum, umhirðu gatna og öðru umhverfistengdu ásamt kjörnum fulltrúum.
Tímasetning: Miðvikudagur 19.mars 2025 milli 11:00 og 12:00
Leiðbeinandi: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE. Hún er með víðtæka menntun og reynslu af umhverfis- og samgöngumálum.