Náms- og kynnisferð til Noregs
Náms- og kynnisferð til Noregs
Þrír starfsmenn SSNE tók þátt í náms- og kynnisferð ferð Byggðastofnunar og sjö landshlutasamtaka til Noregs í maí, með í ferðinni voru einnig fulltrúar innviðaráðuneytisins og byggðamálaráðs.
Heimsóknir hópsins voru mjög fjölbreyttar en í grunnin eru Norðmenn að kljást við mikið af sömu áskorunum og Ísland. Nordic innovation var heimsótt í Osó en svo var haldið til Þrándheims þar sem ráðstefna var haldin með fylkinu og NTNU háskólinn var heimsóttur.
Meðal þess sem fram hafi komið er að á vettvangi landbúnaðar og sjávarútvegs sjái Norðmenn fram á skort á starfsfólki sem búi yfir þeirri hæfni sem þessar atvinnugreinar þarfnast hve mest, en orkumál fengu enn fremur sitt rými í dagskránni, ekki síst vindorka sem hefur átt upp á pallborðið síðustu misseri sem ein af þeim framtíðarlausnum er Norðmenn horfa til á vettvangi grænnar orku.
Heilbrigðis- og félagsþjónusta var einnig til umræðu, svo sem hvað snertir lýðfræðilega samsetningu þjóðar sem er að eldast hratt „og við sáum þarna að Norðmenn eru að glíma við alveg sömu áskoranir og við Íslendingar á þeim vettvangi, til dæmis þegar kemur að heilbrigðisþjónustu í dreifbýli“.
Förinni lauk svo í Ósló þar sem auglýsingastofan Pipar/TBWA var heimsótt og Valgeir Magnússon stjórnarformaður ræddi starfsemina auk þess sem Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks í Drammen, greindi frá sögu síns fyrirtækis og sókninni inn á markað í Noregi.
Ferðir sem þessar eru mjög gagnlegar fyrir landshlutasamtökin, dýrmætt er að fá tækifæri til að sækja fróðleik til nágrannaþjóða okkar í byggðamálum en einnig að kynnast innbyrðis, ræða samstarfið og verkefnin fram undan.