Millilandaflug um Akureyrarflugvöll
Millilandaflug um Akureyrarflugvöll
Áhersluverkefni ársins 2021 voru samþykkt þann 5. febrúar sl. á 21. stjórnarfundi SSNE. Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað er að fylgja eftir áherslum sem lagðar eru fram á þingum samtakanna. Verkefnunum er öllum ætlað að vera lokið í apríl 2022. Alls var 60,7 m.kr. úthlutað að þessu sinni, þar af var úthlutað til Circle Air 5 m. kr. vegna verkefnisins „millilandaflug – næstu skref“
Markmiðið með verkefninu er að tryggja beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll með stofnun almenningshlutafélags.
„Beint millilandflug um Akureyrarflugvöll hefur um langt skeið verið baráttumál landshlutans og hefur í því samhengi verið horft til fjölmargra kosta. Ein af áherslum sóknaráætlunar landshlutans er að tryggja millilandaflug og telur stjórn því áhugavert að fá fram raunhæfnimat á stofnun almannahlutafélags um beint millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli til áfangastaða í Evrópu, með það að markmiði að slíkt flug verði varanlegt.“ segir Hilda Jana Gísladóttir stjórnarformaður SSNE.