Mikil slagsíða á úthlutunum úr Landsáætlun
Mikil slagsíða á úthlutunum úr Landsáætlun
Um 908 milljónum króna verður úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á þessu ári samkvæmt úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum sem samþykkt hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Gert er ráð fyrir um 2,7 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára.
Úthlutanir ársins munu gera kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp efnislega innviði á ferðamannastöðum, s.s. göngustíga, útsýnispalla, bílastæði og salerni. Aukin áhersla er á langtímaáætlanir í uppbyggingu staða, en einnig á aukna miðlun og merkingar, ekki síst á stöðum þar sem samspil er á milli náttúru og menningarsögulegra minja.
Áhugavert er að skoða dreifingu fjármagns úr Landsáætlun eftir landshlutum en þá kemur í ljós að 71% fjármagnsins fer í aðgerðir á Suðurlandi, en þar á eftir kemur Norðurland eystra með einungis 8%. Erfitt er að sjá tengingu milli þessarar úthlutunar og stefnu stjórnvalda um dreifingu ferðamanna sem kallar á uppbyggingu um land allt.
Hægt er að lesa frétt Stjórnarráðsins hér.