Menningarhús á Norðurlandi eystra - ábendingar vel þegnar
Menningarhús á Norðurlandi eystra - ábendingar vel þegnar
Í öllum sveitarfélögum, utan höfuðborgarsvæðisins, fer nú fram vinna við að safna gögnum um húsnæði eða staði þar sem fram fer menningar- og/eða listtengd starfsemi.
Vinnan er hluti af aðgerðaáætlun byggðaáætlunar og er markmið hennar m.a. að efla menningarstarfsemi í byggðum landsins, í takt við meginmarkmið byggðaáætlunar sem er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt.
Ef þú veist um húsnæði eða staði þar sem fram fer menningarstarfsemi eða einhvers konar listtengd starfsemi í landshlutanum okkar, biðjum við þig um að senda ábendingu til Hildar hjá SSNE – hildur@ssne.is
Viðkomandi húsnæði þarf hvorki að vera í eigu sveitarfélags né hluti af stofnun, megin forsendan er að þar fari fram einhver listtengd starfsemi og/eða menningarviðburðir.
Brýnt er að allar ábendingar berist fyrir 7. janúar 2025.