Fara í efni

Matsjá: stuðningsverkefni fyrir matarfrumkvöðla

Matsjá: stuðningsverkefni fyrir matarfrumkvöðla

Í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla lögðu landshlutasamtökin og atvinnuþróunarfélög á öllu landinu inn umsókn í Matvælasjóðinn sem hlaut brautargengi. Verkefnið snýr að því að veita smáframleiðendum stuðning með því að sníða aðferðarfræði úr verkefninu Ratsjá að matarfrumkvöðlum en Ratsjáin var hins vegar fyrir aðila í ferðaþónustunni. Afurð verkefnisins verður fræðsla fyrir smáframleiðendur til að styðja þá í að aukinni verðmætasköpun, til að styrkja stöðu þeirra, efla framleiðslu, auka sölutekjur og styðja við sjálfbærni í rekstri. Markmið stuðningskerfisins er að auka innsýn þátttakenda í rekstri og innviða fyrirtækis með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin.

Smáframleiðendur matvæla fá greiningu á sínum rekstri og einkatíma með ráðgjöfum. Á svokölluðum heimafundum, sem starfsmenn landshlutasamtakanna koma til með að stýra, verður rekstur eða vara smáframleiðenda rýnt til gagns á jafningjagrundvelli. Smáframleiðendur fá jafnframt fyrirlestra og fræðslu sem tengjast starfsemi þeirra. Lagt er upp með að um sé að ræða 16 vikna tímabil. Á því tímabili verða 8 fyrirlestrar og erindi og 8 heimafundir.

Verkefnið verður unnið í breiðu samstarfi Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) og landshlutasamtakanna/atvinnuþróunarfélaga. Með víðtæku samstarfi gefst tækifæri á að mynda sterkt tengslanet meðal smáframleiðenda matvæla og byggja þannig grunn að góðu áframhaldandi samstarfi á landsvísu. 

Verkefnið verður nánar auglýst síðar þegar kemur að skráningum fyrir smáframleiðendur en frekari upplýsingar gefa elva@ssne.is og annalind@ssne.is

 

Getum við bætt síðuna?