Matarmarkaður og uppskeruhátíð Matsjárinnar
Matarmarkaður og uppskeruhátíð Matsjárinnar
Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.
(Sjá auglýsingu neðst í frétt)
Í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla lögðu landshlutasamtökin og atvinnuþróunarfélög á öllu landinu inn umsókn í Matvælasjóð sem hlaut brautargengi. Matsjáin hefur þróast í öflugt samstarf þessara aðila úr stuðningsumhverfinu og hefur samstarfið m.a. gengið út á að veita stuðning til matarfrumkvöðla víðs vegar um landið og efla tengslanet þeirra. Að verkefninu koma Samtök smáframleiðenda matvæla, SSNE, SSNV, Austurbrú, Vestfjarðarstofa, SSV, SASS og Heklan atvinnuþróun. RATA sér um verkefnisstjórn.
Verkefnið fékk styrk úr Matvælasjóði árið 2021 sem gerði samstarfsaðilum kleift að ráðast í verkefnið. Afurð verkefnisins er fræðsla fyrir smáframleiðendur til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu þeirra, efla framleiðslu, auka sölutekjur og styðja við sjálfbærni í rekstri. Markmið stuðningskerfisins er að auka innsýn þátttakenda í rekstur og innviði fyrirtækisins með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin.
Matsjáin fór af stað 6. janúar sl. og hefur nú staðið yfir í 13 vikur. Á þessu tímabili hafa farið fram 7 fræðslufundir með ýmsum fræðsluerindum sem tengjast rekstri smáframleiðenda og 6 heimafundir þar sem matarfrumkvöðlar fara saman yfir verkefni hverrar viku. Nú er komið að lokaviðburði Matsjárinnar, uppskeruhátíð fyrir þátttakendur og matarmarkaður sem opinn verður gestum og gangandi. Uppskeruhátíðin er lokuð og eingöngu ætluð þátttakendum í Matsjánni og félagsmönnum samtaka smáframleiðenda matvæla. Matarmarkaðurinn er hins vegar opinn öllum og verður opinn frá 16:00-18:00.
Dagskrá
Fimmtudagur 7. apríl
12:00 Hádegismatur og tengslamyndun
13:00 Vinnustofa Á vinnustofunni efla þátttakendur sig í framkomu og kynningu á fyrirtækinu.
16:00-18:00 Matarmarkaður
Matarmarkaður þar sem frumkvöðlar kynna sjálfa sig og sínar vörur. 1
9:00 Happy hour
20:00 Kvöldverður
Föstudagur 8. apríl
9:30 Kynnisferð um Norðurland vestra
Brottför frá Hótel Laugarbakka. Farið verður í kynnisferð um svæðið. Stoppað verður í Stórhól þar sem rekið er gallerý og verslun, Héðinsminni sem er félagsheimili sem er með leyfi fyrir matarframleiðslu, þar verður einnig borðuð súpa og brauð, Birkihlíð þar sem er örsláturhús og kjötvinnsla og að lokum verður stoppað í Vörusmiðju Biopol en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur.
16:00 Koma á Hótel Laugarbakka
Frekari upplýsingar veitir: Anna Lind Björnsdóttir, annalind@ssne.is eða í síma 464-5406