Fara í efni

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram í Kórnum

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram í Kórnum

Þann 16. janúar 2025 fór fram árlega Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Viðburðurinn er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni, sem stendur yfir dagana 14.-16. janúar. Mannamótin eru vettvangur þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fá tækifæri til að kynna þjónustu sína og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.

Markmið Mannamóta er að efla tengsl innan ferðaþjónustunnar og skapa vettvang fyrir samræður og samstarf. Gestir á Mannamótum fengu tækifæri til að kynna sér það sem mismunandi landshlutar bjóða upp á. Viðburðurinn er mikilvægur fyrir verðmætasköpun í ferðaþjónustu og hjálpar til við að kynna stórfenglega náttúru Íslands á öllum tímum ársins.

Getum við bætt síðuna?