Fara í efni

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Málþing um listnám á háskólastigi verður haldið miðvikudaginn 30. mars næstkomandi frá kl. 14:00 - 16:00 í Listasafni Akureyrar (Sjá auglýsingu neðst í frétt).

Lagt er upp með þá hugmynd að koma á nánara samstarfi á milli Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að byggja upp listnám á háskólastigi á Akureyri.
 
Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er eitt af áhersluverkefnum SSNE 2021 þar sem meginmarkmið þess er að jafna tækifæri til náms, hækka menntunarstig í landshlutanum, auka framboð listnáms í landshlutanum, fjölga störfum tengdum listgreinum og að Akureyri verði eftirsóttur staður til að sækja menntun á sviði lista.

Ávörp flytja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Að því loknu verða kynntar helstu niðurstöður könnunar sem RHA gerði á hug framhaldsskólanema á landinu til að stunda listnám á háskólastigi á Akureyri. Eftir kaffihlé verða pallsborðsumræður með þátttöku gesta á málþinginu.
Að lokum ávarpar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri þingið.

Fundarstjóri er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Hér má finna viðburð á Facebook en ekki er sérstök skráning á viðburðinn.

 

Tengt efni:
Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024
Áhersluverkefni: Listnám á háskólastigi - Fýsileikakönnun og málþing.
Fundur með sveitarstjórnarfólki um áhersluverkefni 2021
Upptaka af fundi með sveitarstjórnarfólki um framgang áhersluverkefna 2021 (listnám á háskólastigi hefst á mínútu 37:50)

Getum við bætt síðuna?