Fara í efni

Lokaúthlutun Ísland ljóstengt hafin

Lokaúthlutun Ísland ljóstengt hafin

Fjarskiptasjóður undirbýr nú fyrir hönd ríkisins lokaúthlutanir á styrkjum til sveitarfélaga á grundvelli verkefnisins Ísland ljóstengt, sem er tímabundið landsátak stjórnvalda í ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða.


Fyrirliggjandi samningar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga ná þegar til flestra styrkhæfra bygginga í dreifbýli landsins.

Umsóknarferlið að þessu sinni skiptist í A-hluta og B-hluta. Móttöku umsóknargagna vegna A-hluta lýkur 1. mars 2021. Nánari upplýsingar eru í skilmálum og umsóknargögnum.

Getum við bætt síðuna?