LOFTUM - námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum á Norðurlandi eystra
LOFTUM - námskeið fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum á Norðurlandi eystra
Á síðasta ári unnu Þekkingarnet Þingeyinga og SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fræðslugreiningu þar sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra voru beðin um að leggja mat á eigin fræðsluþörf í málefnum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum í sambandi við sín störf. Að því loknu var farið í að vinna fræðsluáætlun í samræmi við niðurstöður.
Nú er búið að stilla upp röð námskeiða, fyrirlestra og vinnustofa um málefnið og hefur verkefnið hlotið nafnið LOFTUM. Eitt af fyrstu námskeiðum LOFTUM er námskeiðið Efni í umhverfi barna sem er ætlað starfsfólki í leik- og grunnskólum innan SSNE. Námskeiðið er í höndum Kristínar Helgu, öðrum af tveimur verkefnisstjórum umhverfismála SSNE, en hún byggir námsefnið á opinberum leiðbeiningum til foreldra og skólastarfsfólks í Svíþjóð og Danmörku, sem og fræðsluefnis frá Norræna svansmerkinu.
Allt starfsfólk leik- og grunnskóla sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE er velkomið á námskeiðið, sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. LOFTUM er áhersluverkefni innan SSNE og styrkt af Sóknaráætlun svæðisins.
Skráningar fara fram á á heimasíðum Þekkingarnets Þingeyinga og SÍMEY