Fara í efni

Loftlagsmót fyrirtækja 2021

Loftlagsmót fyrirtækja 2021

Loftlagsmótið er vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra aðila í nýsköpun þar sem gefst möguleiki til að hittast á örfundum til að ræða loftlagsmál og í framhaldinu gefst svo öllum tækifæri til að bóka stutta fundi með öðrum aðilum. Þarna er verið að ræða hverkyns lausnir sem styðja við loftlagsmál og umhverfisvænni rekstur. 

Grænvangur, Rannís, Festa og Atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytið standa að loftlagsmótinu og var það fyrst haldið í fyrra og tókst vel til. Þar voru um 230 fundir haldnir með yfir 90 stofnunum og fyrirtækjum. Dæmi um umfjöllunarefni að lausnum var allt frá betri aðferðum í flokkkunn yfir í reiknivélar kolefnisspors, kolefnisbókhald, sjáfbærar fjárfestingar og ýmislegt annað. 

Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?

  • Fyrirtæki sem leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis og loftslagsmála (skrá undir Request) - óska eftir fundum með fyrirtækjum sem t.d. geta boðið upp á hugsanlegar lausnir og/eða ráðgjöf.
  • Fyrirtæki með lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála (skrá undir Product) – óska eftir fundum með fyrirtækjum sem leita að þeim lausnum.
  • Fyrirtæki í vöruþróun - sem vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun innan greinarinnar og/eða hugsanlegt samstarf (geta skráð undir Request og Product)

Loftslagsmótið verður haldið með rafrænum hætti þann 21.apríl kl. 9-12.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Getum við bætt síðuna?