Fara í efni

List fyrir alla

List fyrir alla

List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. Á Norðurlandi eystra er menningarstarf öflugt, bæði ef litið er faglegs starfs sem og áhugamenningar. Þá er safnastarf einnig öflugt og safnaflóran mjög fjölbreytt og starfsemin til fyrirmyndar. Á kortasjá á vef Listar fyrir alla má á einfaldan hátt sjá yfirlit yfir söfn, sýningar og setur sem bjóða börn og unglinga sérstaklega velkomin. Á síðunni er að auki margt fleira áhugavert til að kynna sér, t.d. viðburði, barnamenningarhátíðir og fleira skemmtilegt. 

Á heimasíðunni List fyrir alla er hægt að finna upplýsingar um:
- Listviðburði: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
– Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
– Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

List fyrir alla er verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og er verkefnið ein aðgerð í byggðaáætlun þar sem markmiðið er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi þeirra að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og leitast við sinna öllum listgreinum jafnt svo nemendur eigi þess kost að kynnast fjölbreytni listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.

Um 10.000 nemendur á grunnskólaaldri hafa að meðaltali sótt viðburði á vegum Listar fyrir alla á hverju skólaári en rúmlega 90% grunnskóla landsins hafa tekið þátt í verkefninu. Meðal þeirra 27 listviðburða sem í boði verða í vetur eru Ein stór fjölskyldu með Gunna og Felix, grímuverðlaunasýningin Allra veðra von, Goðsagnakenndar forynjur og furðurverur Kristínar Rögnu, og verkefnið Stafrænar styttur í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar.

Við hvetjum fólk til að kynna sér List fyrir alla.

Heimasíða List fyrir alla - www.listfyriralla.is
List fyrir alla á facebook


Menningarbrunnur
Við bendum einnig á að SSNE og SSNV halda utan um viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.

Í grunninum er að finna upplýsingar um:
Hátíðir, húsnæði, hönnunarhús/gallerí, menningarstofnanir/félög, svæðisbundna fjölmiðla, söfn/setur, tónlist, útilistaverk og vinnustofur listamanna.

 Hér er hægt að skoða Menningarbrunn.

 

 

 

Getum við bætt síðuna?