Fara í efni

Líffræðileg fjölbreytni - hvað geta sveitarfélögin gert?

Líffræðileg fjölbreytni - hvað geta sveitarfélögin gert?

Fimmtudaginn 8. maí nk. verður haldið námskeið um líffræðilega fjölbreytni í gegnum Teams. Námskeiðið er hluti af LOFTUM verkefninu og því starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra að kostnaðarlausu, en einnig eru kjörnir fulltrúar hvattir til að nýta sér fræðsluna. 

Eftir fræðsluna eru þátttakendur komnir með skilning á líffræðilegri fjölbreytni, hversu mikilvæg hún er fyrir framtíð mannkyns og hvað við þurfum að gera á Íslandi til að standa við alþjóðasamninga.

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

  • Líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisnálgun í byggðamálum
  • Sérstöðu íslenskrar náttúru og mikilvægi þess að hlúa að líffræðilegri fjölbreytni sem er forsenda allra lífkerfa
  • Tengsl líffræðilegrar fjölbreytni við loftslagsmálin og hvað er mikilvægt að hafa í huga við þróun landnýtingar og búskapar
  • Kynnt verður opinber stefnumótun sem nú er í gangi í tengslum við líffræðilega fjölbreytni

Fyrirkomulag: Fyrirlestur á TEAMS

Leiðbeinendur: Skúli Skúlason og Rannveig Magnúsdóttir. Skúli er prófessor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands. Helstu verkefni hans lúta að líffræðilegri fjölbreytni og siðferðilegum álitamálum í samskiptum manns og náttúru. Rannveig Magnúsdóttir er PhD vistfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands í verkefnum Biodice í tengslum við líffræðilegri fjölbreytni.

Skráning fer fram hér

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita:

Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is
Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

 

 

Getum við bætt síðuna?