Fara í efni

Ungmennum á svæðinu er boðið á námskeið og þátttöku í götuleikhúsi á Húsavík

Ungmennum á svæðinu er boðið á námskeið og þátttöku í götuleikhúsi á Húsavík

Listahátíð í Reykjavík fer einnig fram á Húsavík!
Listahátíð er vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en á líka í kröftugu og lifandi sambandi við almenning í landinu og leitast við að tendra áhuga sem flestra til að taka þátt og njóta lista á eigin forsendum.

Þann 12. júní munu
birtast ótrúlegar kynjaverur í kringum höfnina þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.

Hvað er að gerast á hafnarbakkanum? Fréttir hafa borist af því að togari á veiðum rétt fyrir utan landgrunnið hafi fengið risavaxna og áður óþekkta lífveru í trollið. Skömmu síðar varð hann vélarvana og sendi út neyðarkall. Togarinn hefur nú verið dreginn í höfn. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum vísindamanna við þessu furðufyrirbæri gefst almenningi einstakt tækifæri til þess að berja ferlíkið augum. Eru sæskrímsli úr þjóðsögum okkar komin fram í dagsljósið og hvaða skilaboð færa þau okkur?

  • Sirkushópurinn Hringleikur leitar að ungmennum 15-18 ára til að taka þátt í götuleikhús-sýningunni Sæskrímslin þegar verkið verður flutt á Húsavík miðvikudaginn 12. júní kl. 17:15.
  • Um 10 ungmenni eru fengin til liðs við verkið á hverjum sýningarstað og læra ákveðið hlutverk í sýningunni, ásamt því að fá innsýn í götuleikhústækni og uppsetningu sýninga.
  • Ert þú 15-18 ára og hefur áhuga á götuleikhúsi, sirkus og framkomu? Viltu taka þátt í stærsta götuleikhúsviðburði landsins?
  • Þátttakendur sem verða valin taka þátt í þriggja daga dagskrá dagana 10. - 12. júní sem samanstendur af götuleikhús-smiðju, æfingum á verkinu og sýningunni sjálfri. Unnið er í mesta lagi 4 tíma á dag.  Þátttakendur fá greiðslu að upphæð 20.000 kr. fyrir þátttökuna.

Hér má finna frekari upplýsingar um verkefnið.
Skráðu þig hér: https://forms.gle/GYVVRnsX8bk79sea6

Ef spurningar vakna má hafa samband við listræna stjórnendur verksins, Eyrúnu Ævarsdóttur (eyrun@hringleikur.is) og Jóakim Meyvant Kvaran (joakim@hringleikur.is)

Hér má finna viðburðinn á facebook 

,,Sæskrímslin" er eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2024. Menningarmarkmið landshlutans koma fram í Sóknaráætlun og mótast störf starfsfólks SSNE og áherslur Uppbyggingarsjóðs út frá þeim. Á næstu vikum fer af stað mótun nýrrar Sóknaráætlunar sem gildir í fimm ár fyrir landshlutann. Við hvetjum öll áhugasöm um að taka þátt í samtali og þróun markmiða fyrir landshlutann. Það er til dæmis hægt að gera með því að skrá sig í samráðsvettvang SSNE og í haust verða haldnar opnar vinnustofur sem verða auglýstar síðar á miðlum SSNE.

 

// English //

Are you 15-18 years old and interested in street theatre, circus, and performance?

Do you want to participate in the country's largest street theatre event?

Hringleikur Circus Company is looking for young people aged 15-18 to participate in the street theatre performance "Sæskrímslin" which will be performed in Húsavík on Wednesday June 12th at 17:15.

We will select 10 people to join the project for each performance, who will learn specific roles in the show, as well as gaining insight into street theatre techniques and production.

Selected participants will take part in a three-day program from June 10 - 12th, consisting of street theatre and movement workshops, rehearsals for the performance, and the performance itself. Participants will work a maximum of 4 hours per day.

Participants will receive a payment of 20,000kr for their participation.

If you are interested, please register here: https://forms.gle/GYVVRnsX8bk79sea6


If you have questions feel free to contact the artistic directors of the project: Eyrún Ævarsdóttir (eyrun@hringleikur.is) and Jóakim Meyvant Kvaran (joakim@hringleikur.is)

Getum við bætt síðuna?