Fara í efni

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt, regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi, stóðu fyrir kynningarfundi um viðskiptahraðalinn Vaxtarrými mánudaginn 13. september.

Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki, frumkvöðla og nýsköpunarverkefni innan rótgróinna fyrirtækja. Hraðallinn sem fer fram að mestu leyti á netinu ásamt fjórum vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi.

Umsóknarfrestur í hraðalinn rennur mánudaginn 20. september kl. 23:59. Við hvetjum fyrirtæki í landshlutanum til að sækja um. Um er að ræða einstakt tækifæri til að vaxa með vindinn í bakið.

Tekið er við umsóknum á www.nordanatt.is.

Hér má sjá upptöku af kynningarfundinum:

  

Hægt er að hafa samband við Elvu (elva@ssne.is) og Önnu Lind (annalind@ssne.is) fyrir frekari upplýsingar um verkefnið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?