Kynningarfundur um breskan markað
Kynningarfundur um breskan markað
Góð þátttaka var á kynningarfundi um breskan markað sem var lokahnykkurinn af verkefninu Straumhvörf, sem snýst um vöruþróun í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.
Að verkefninu Straumhvörf standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE með stuðningi frá Byggðastofnun.
Markmiðið er að nýta þau tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands með samstarfi um þróun á nýjum vörupökkum sem auknar komur farþega beint inn á svæðið bjóða upp á.
Á fundinum fór Chris Hagan þau tækifæri sem beint flug inn á landssvæðið býður upp á og hvernig sé best fyrir ferðaþjóna að nýta þau tækifæri. Chris er norðlenskri ferðaþjónustu vel kunnugur en Chris sá um ferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar frá 2018-2019, sem hlutu frábærar viðtökur og gengu vel allt þar til móðurfélag Super Break fór í þrot. Hann stýrir nú sjálfur sinni eigin ferðaskrifstofu í Bretlandi en samanlagt hefur hann yfir 25 ára reynslu í ferðaþjónustu, ráðgjöf til flugfélaga og ferðamálastofa víðsvegar um heiminn.