Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna, netöryggissjóður og tækniþróunarsjóður
Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna, netöryggissjóður og tækniþróunarsjóður
Í samstarfi við SSNE heldur Rannís rafrænan fund fyrir íbúa Norðurlands eystra. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 28. ágúst kl. 11:30-12:30.
Atli Arnarson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís mun leiða kynninguna.
Kynningin fer fram á TEAMS og biðjum við ykkur um að skrá ykkur hér. Í skráningunni gefst tækifæri til að merkja við hvaða lið kynningarinnar þið hafið mestan áhuga á, þ.e.a.s.skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna, netöryggissjóðnum og/eða tækniþróunarsjóði.
Nánari upplýsingar um netöryggisstyrk má finna hér.
Nánari upplýsingar um skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna má finna hér.
Yfirlit um styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs má finna hér.
Hlekk á facebook viðburðinn má finna hér en athygli er vakin á því að fundurinn fer fram á teams https://fb.me/e/7YVIr8RmL