Fara í efni

Klasastefna Íslands

Klasastefna Íslands

Síðastliðinn föstudag, kynnti  Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, nýja klasastefnu fyrir Ísland.

Klasastefna er mikilvægt tæki stjórnvalda til að styðja við klasasamstarf. Í klasastefnu fellst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til klasasamstarfs sem verkfæris í þágu nýsköpunar. Klasastefna skapar þannig jarðveg og bakland fyrir klasasamstarf á hvaða sviði atvinnulífsins sem er. Eimur er verkefni á Norðurlandi eystra, en kjarnastarfsemi Eims fellur beint að hugsjón Klasastefnu Íslands.

Hreyfiafl nýsköpunar

Klasar eru efnahagsleg vistkerfi sem notuð eru til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun. Klasa er hægt að nota í þrennum tilgangi, til að leysa núverandi áskoranir, breyta og þróa núverandi ástand til betri vegar og til að koma auga á og vinna að framgangi framtíðarvaxtargreina í atvinnulífinu. Klasastefna er því mikilvægt verkfæri til að forgangsraða verkefnum og fjármunum með markvissum hætti, efla samvinnu vísinda og atvinnulífs í þágu nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni í samræmi við stefnu stjórnvalda og efla þannig hagsæld og lífsgæði. Hlutverk hennar er að benda á aðferðir og leggja til aðgerðir til að styðja við efnahagsvöxt með hámarkslífsgæði í huga.

Markmiðið með klasastefnunni er að nýta hugmyndafræði sem gengur út á að hraða árangri við þróun og innleiðingu nýrrar tækni og nýskapandi lausna á fjölmörgum sviðum. Meðal þeirra áskorana eru loftslagsmál, sjálfbærni, stafrænt samfélag, heilbrigðis- og velferðarlausnir og alþjóðasókn í forgangi.  Í stefnunni er sett fram sú framtíðarsýn að árið 2030 verði Ísland meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. 

Hér má sjá kynningu á klasastefnu Íslands

Dagskrá:
Ávarp ráðherra:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Kynning á Klasastefnu fyrir Ísland:
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Örerindi:
Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri- stafræn þróun, Samtök verslunar og þjónustu
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims

Brýning:
Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur, forsætisráðuneytinu

Hér er hægt að lesa klasastefnu Íslands 

 

Fréttir frá

Mbl.is 

Tíðin.is

 

Getum við bætt síðuna?