Innviðauppbygging í Langanesbyggð
Innviðauppbygging í Langanesbyggð
Langanesbyggð og SSNE hafa skrifað undir samning um framkvæmd verkefnisins Innviðauppbygging í Langanesbyggð.
Innviðaráðuneytið styrkir verkefnið til tveggja ára en markmið þess er að styðja við efnahagslega uppbyggingu Langanesbyggðar með því að skilgreina tækifæri og framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu innviða og atvinnusköpun. Jafnframt er það markmið samningsins að styðja við nýsameinað sveitarfélag og gera því betur kleift að sækja fram til hagsbóta fyrir íbúa sína.
Að þessari vinnu kemur starfsfólk SSNE og starfsfólk Langanesbyggðar. Ennfremur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri til að stýra því en það er Gunnar Már Gunnarsson sem áður sinnti starfi verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar.
Það er óhætt að segja að starfsfólk SSNE hlakki mjög til starfsins og samstarfsins, enda um að ræða verkefni sem gæti orðið fyrirmynd sambærilegra verkefna víðar í landshlutanum.
Hér er viðtal við Björn S. Lárusson, sveitarstjóra Langanesbyggðar, þar sem hann segir frá verkefninu í hádegisfréttum Rásar 1.