Hvernig á að skrifa umsókn fyrir myndlistarsjóð?
Skrifað
03.02.2025
Flokkur:
Fréttir
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Hvernig á að skrifa umsókn fyrir myndlistarsjóð?
Myndlistarmiðstöð býður upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð í myndlistarsjóð, en opið er fyrir umsóknir til kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar.
Í boði eru nokkrar tímasetningar dagana 3.-7. febrúar:
- mánudaginn 3. febrúar kl. 10:00-11:00
- mánudaginn 3. febrúar kl. 13:00-14:00
- þriðjudaginn 4. febrúar kl. 11:00-12:00
- þriðjudaginn 4. febrúar kl. 14:00-15:00
- miðvikudaginn 5. febrúar kl. 10:00-11:00 (á ensku)
Farið verður yfir umsóknareyðublaðið, textagerð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og fylgiskjöl. Í lokin verður opnað fyrir spurningar og vangaveltur.
Sýniseintak af umsóknarforminu er aðgengilegt hér.
--> Vinnustofurnar fara fram á netinu, Google Meet. Hámarksfjöldi 20 manns og lengd er 60 mín.
--> Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.
Upplýsingarnar eru fengnar af vef Myndlistarmiðstöðvar.
Nánari upplýsingar um styrkjaflokka og áherslur má finna hér.