Heimsókn sendiherra Bretlands
Heimsókn sendiherra Bretlands
Við höfum ekki getað tekið á móti mörgum gestum síðasta árið en sem betur fer gefast nú slík tækifæri. Í vikunni kom Michael Nevin, sendiherra Bretlands í heimsókn til okkar ásamt Gavin Crockard, ritara, Birtu Bjargardóttur, upplýsingafulltrúa sendiráðsins og Pétri Stefánssyni, viðskiptafulltrúa. Þau fengu stutta kynningu á stöðu mála í landshlutanum og þeim möguleikum og tækifærum sem Norðurland eystra hefur upp á að bjóða.
Sendiherrann og fylgdarlið hans sýndu mikinn áhuga á þeim tækifærum sem felast í aukinni nýtingu jarðvarma og nýsköpun í úrgangsmálum svo dæmi séu nefnd og góðar umræður sköpuðust á fundinum. Það er mikilvægt að hlúa að tengslum við erlend sendiráð og nýta þau tengsl og þarna á fundinum voru rædd nokkur atriði sem leitt geta af sér framhald og tækifæri til framtíðar.
Á myndinni eru frá vinstri: Gavin Crockard, Pétur Stefánsson, Birta Bjargardóttir, Michael Nevin sendiherra, Eyþór Björnsson og Elva Gunnlaugsdóttir.