Fyrirtækjaþing Akureyrarbæjar
Fyrirtækjaþing Akureyrarbæjar
Nú er í undirbúningi rafrænt fyrirtækjaþing sem haldið verður í janúar 2021 og er markmiðið að leggja grunn að samkeppnisgreiningu fyrir Akureyrarbæ. Hverjir eru helstu kostir og gallar við að reka fyrirtæki hér og hvar liggja framtíðartækifærin?
Greiningin, sem er unnin í samstarfi Akureyrarstofu og SSNE, er liður í undirbúningi nýrrar atvinnustefnu og aukinni markaðssókn sveitarfélagsins.
Við erum að leita að fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu til að taka þátt í umræðum. Óskað er eftir samtali við stjórnendur fyrirtækja af mismunandi stærðum og gerðum, einyrkja og stafræna flakkara af ýmsum toga.
Fundurinn verður haldinn á Zoom fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.00 - 14.30. Ráðgjafar frá Símey leiða umræður í stærri og minni hópum.
Áhugasamir geta skráð sig með því að smella hér.
Hámarksfjöldi þátttakenda á fyrirtækjaþinginu takmarkast við 35 manns. Við val á þátttakendum verður meðal annars horft til þess að fá fram mismunandi sjónarmið og að þingið endurspegli fjölbreytileika fólks, til dæmis með tilliti til atvinnugreina, bakgrunns og kyns. Búast má við því að færri komist að en vilja. Öllum áhugasömum verður svarað fyrir 10. janúar.