Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember
Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember
Þann 17. desember næstkomandi bjóða KPMG og SSNE til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda.
Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG.
Við munum senda skráðum þátttakendum hlekk á fundinn þegar nær dregur - en hér er hægt er að skrá sig á veffundinn.