Framkvæmdasjóður ferðamannastaða opnar fyrir umsóknir
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða opnar fyrir umsóknir
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
- Öryggi ferðamanna.
- Náttúruvernd og uppbyggingu.
- Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
- Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.
--
Eitt af markmiðum laga um Framkvæmdasjóð ferðamanastaða er að styðja við svæðisbundna þróun. Til að ná því markmiði njóta verkefni, sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun, sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf skv. gæðaviðmiðum umsóknar við tillögugerð til styrkveitinga ef verkefni/framkvæmd fellur að öðru leyti að lögum og reglum sjóðsins, markmiðum og fjármögnunarheimildum.
Til að verkefni njóti stigagjafar fyrir svæðisbundna þróun þarf eftirfarandi:
1) Verkefnið þarf að vera tilgreint í áfangastaðaáætlun eða aðgerðaráætlun svæðisins sem eru í opinberri birtingu í lok umsóknarfrests, sem að öllu jöfnu er í lok október á hvert.
2) Í áfangastaðaáætlun eða aðgerðaráætlun þarf að vera nánari verkefnalýsing fyrir verkefnið þannig að hægt verði að meta styrkhæfni þess miðað við lög og reglur sjóðsins. Í verkefnalýsingu kemur fram markmið verkefnis, stutt og hnitmiðuð verkefnalýsing og helstu verkþættir.
Áfangastaðaáætlun Norðurlands má finna hér.