Framhaldsskólar á Norðurlandi eystra bera verulegan skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021
Framhaldsskólar á Norðurlandi eystra bera verulegan skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021
Stjórn SSNE fundaði með skólameisturum framhaldsskólanna á starfssvæðinu í síðustu viku. Mikill áhugi er á auknu samstarfi milli SSNE og SAMNOR (starfsmenntun framhaldsskóla á Norðurlandi). Fjármál skólanna voru einnig rædd og í framhaldinu bókaði stjórn SSNE eftirfarandi:
„Stjórn SSNE mótmælir því harðlega að framhaldsskólar á Norðurlandi beri verulega skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021 sé miðað við aðra framhaldsskóla landsins og að þeir raði sér í neðstu sætin séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Framhaldsskólarnir gegna mikilvægu hlutverki í landshlutanum og skipta sköpum fyrir lífsgæði og menntun. Stjórn SSNE skorar á ríkisstjórn að standa ekki aðeins vörð um framhaldsskólana, heldur skapa þeim svigrúm til þess að sækja fram.“