Fara í efni

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Á myndinni má sjá hluta hópsins í húsakynnum HS orku. Þar fór fram kynning á starfsemi og hugmyndfræ…
Á myndinni má sjá hluta hópsins í húsakynnum HS orku. Þar fór fram kynning á starfsemi og hugmyndfræði Auðlindagarðsins.

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var haldin dagana 7. og 8. október í Reykjavík. Dagskrá ráðstefnunnar var yfirgripsmikil og metnaðarfull en óhætt er að segja að fjárhagur sveitarfélaga og aðrar krefjandi áskoranir hafi verið rauður þráður í efnistökum og umfjöllun. Vegna heimsfaraldurins þurfti að takmarka fjölda þátttakenda en til að bæta það upp var ráðstefnunni streymt en einnig var hún tekin upp. Nálgast má upptökur frá þinginu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fjármálaráðstefna 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Að lokinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga funduðu formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, formanni og framkvæmdastjóra. Þar deildu Sambandið og landshlutasamtökin upplýsingum um helstu áskoranir og tækifæri sem við blasa en einnig var rætt um samstarf og aukið samtal á þessum vettvangi.

Daginn fyrir fjármálaráðstefnuna hittust formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna á fundi á Northern Light Inn hótelinu á Reykjanesi. Á fundinum voru rædd margvísleg mál sem snerta einstök landshlutasamtök en ekki síður þær sameiginlegu áskoranir sem landshlutasamtökin standa frammi fyrir. Það var ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sýndi fundinum með því að vel samsettur hópur fulltrúa ráðuneytisins sótti fundinn, flutti erindi og bauð upp á mjög gagnlegt samtal. Hópurinn heimsótti einnig Auðlindagarðinn í Svartsengi og fékk kynningu á starfsemi hans.

Framkvæmdastjóri SSNE í Auðlindagarðinum.

 

 

Getum við bætt síðuna?