Ertu að leita þér að fjármagni?
Ertu að leita þér að fjármagni?
Þann 11. janúar næstkomandi stendur Rannís í samvinnu við SSNE fyrir hádegisverðarfundi kl. 12:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Kynningum verður skipt eftir sviðum; menntasjóðir, æskulýðssjóðir, menningarsjóðir, rannsóknir og nýsköpun (Tækniþróunarsjóður og skattfrádráttur).
Kynntir verða sjóðir og innlendar, norrænar, evrópskar og alþjóðlegar styrkjaáætlanir í umsýslu Rannís, til dæmis Nordplus , Erasmus+ , Creative Europe , Tækniþróunarsjóður auk skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.
Við hvetjum starfsfólk sveitarfélaga, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnana, æskulýðsgeirann, listafólk, fyrirtæki, ungmenni og öll sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og kynna sér fjölþætta möguleika.
Sérfræðingar Rannís verða til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana á evrópsku/alþjóðlegu samstarfi nánar.
Hér má finna hlekk á facebook viðburð, endilega sendu boð á þá sem þú telur að gætu notið góðs af því að fá upplýsingar um styrkjatækifæri á sviði Rannís.
Byrjað verður á súpu og almennri kynningu áætlana i Hamri kl. 12:00. Eftir það hefjast sértækari kynningar í Hamri, Setbergi og á svölum. Gott svigrúm verður gefið til spurninga, aðstoðar við umsóknir, þróun á hugmyndum og svo framvegis. Gert er ráð fyrir að viðburðinum ljúki eigi síðar en 15:00.
Skráning er nauðsynleg: https://forms.office.com/e/htiggUnxKsVinsamlegast takið tímann frá í dagatalinu ykkar.Skráningu lýkur kl. 16:00 degi fyrir viðburðinn.
Frétt var uppfærð 10.01.24