Fara í efni

Er Dalvíkurbyggð að leita að þér ?

Er Dalvíkurbyggð að leita að þér ?

Dalvíkurbyggð ásamt Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) býður upp á ör-ráðstefnu í annað sinn þriðjudaginn 23.mars frá klukkan 16:30 - 18:00. Á ráðstefnunni verður farið yfir víðann völl en meðal málefna verða atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð, niðurstöður úr íbúakönnun og margt fleira.  
 
Ör-ráðstefnan verður haldin á rafrænum vettvangi (Zoom) og hvetjum við fólk til að taka þátt.  Hér má sjá Facebook viðburðinn og hlekk á fundinn. 
 
Dagskrá :
Ávarp
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
 
Það er fleira en friðsæld í Dalvíkurbyggð
Vífill Karlsson, hagfræðingur kynnir niðurstöður íbúakönnunar
 
Að heiman og aftur heim
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og annar eiganda Runia ehf.
 
Er Dalvíkurbyggð að leita að þér?
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
 
Hvað get ég gert?
Freyr Antonsson, viðskiptafræðingur og eigandi Artic Sea Tours
 
Almennar umræður og spurningar úr "sal"
 
18:00 - Málþingi lýkur
Getum við bætt síðuna?