Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Á skíðum skemmti ég mér trallalala ...

Gleðilega páska!

Starfsfólk SSNE óskar ykkur gleðilegra páska!
Verkefnastjóri farsældar á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar kynnti svæðisbundið farsældarráð á ársþingi SSNE

Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra hélt fróðlegt erindi á ársþingi SSNE þar sem hann kynnti þróun og framtíðarsýn varðandi uppbyggingu svæðisbundins farsældarráðs í landshlutanum.
Fulltrúar íslensku þátttakenda verkefnisins. Friðrik Þórsson fyrir hönd Norðurslóðanetsins, Kristín Helga Schiöth fyrir hönd SSNE, Tom Barry fyrir hönd Háskólans á Akureyri og Hildur Sólveig Elvarsdóttir fyrir hönd Háskólans á Akureyri.

NACEMAP-verkefninu hleypt af stokkum á Írlandi í apríl

SSNE er þátttakandi í verkefninu NACEMAP; þriggja ára verkefni sem styrkt er af áætlun Evrópusambandsins sem styðu við samstarf meðal afskekktra og strjálbýlla samfélaga í nyrstu svæðum álfunnar (Interreg Northern Periphery and Arctic Programme). Verkefninu var hleypt af stokkum í byrjun apríl í Cork á Írlandi, en NACEMAP er leitt af írskum og finnskum aðilum. Að auki koma að verkefninu fulltrúar frá Kanada, og fulltrúar Íslands eru auk SSNE Háskólinn á Akureyri og Norðurslóðanetið (IACN).

Nordic Bridge - evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun

Í síðustu viku var haldinn upphafsfundur nýs verkefnis á vegum Northern Periphery and Arctic (NPA) áætlunarinnar – Nordic Bridge – í borginni Sligo á Írlandi.

Föstudagsfundur SSNE - Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar

Nýjustu tölur um áhrif menningar og skapandi greina í hagrænum skilningi og sókn ferðafólks til landsins. Þá taka við örsögur úr heimabyggð um líf og störf innan menningar og skapandi greina.

Hátindur 60+ Leiðandi verkefni fyrir velferðarlausnir í dreifbýli

Það er gaman að segja frá því sem vel gengur. Hátindur 60+ er dæmi um verkefni sem hlaut styrk úr stefnumótandi byggðaáætlun (C11) frá Byggðastofnun og hefur verirð gaman að fylgjast með. Verkefnið snýr að nýsköpun í velferðarþjónustu fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð og er í samræmi við aðgerðaráætlanir fyrri og núverandi ríkisstjórnar varðandi innleiðingu velferðartækni og þróun þjónustubreytinga í þágu notenda. Hátindur 60+ Hátindur 60+ er nýsköpunar- og þróunarverkefni í velferðarþjónustu fyrir íbúa Fjallabyggðar, 60 ára og eldri. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Íslands (Veltek). Með samstarfsyfirlýsingu staðfestu þessir aðilar vilja sinn til að þróa og innleiða tæknilausnir í heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins. Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið komu að verkefninu með ráðgjöf, hvatningu og fjárhagslegum stuðningi. Hátindur 60+ er brautryðjendaverkefni sem miðar að því að bæta lífsgæði eldri borgara í Fjallabyggð með nýsköpun í velferðarþjónustu. Nýsköpun í velferðarþjónustu Hátindur 60+ hefur leitt til nýrrar nálgunar í þjónustu við eldra fólk. Verkefnið sameinar stefnu stjórnvalda um nýsköpun í velferðarþjónustu, tæknilausnum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum til að tryggja sjálfbæra og skilvirka þjónustu í dreifðum byggðum. Fjallabyggð hefur undanfarin þrjú ár unnið markvisst að því að innleiða slíkar lausnir til hagsbóta fyrir íbúa. Eitt af lykilverkefnum Hátinds 60+ voru skjáheimsóknir sem hófust 12. janúar 2024 og mörkuðu tímamót í velferðarþjónustu sveitarfélagsins. Með þessari nýju þjónustu er: ✔ Aukið aðgengi að þjónustu fyrir eldri íbúa á svæðinu. ✔ Stutt við sjálfstæði einstaklinga, eflt öryggi og dregið úr einangrun. ✔ Minnkuð þjónustubyrði og bætt nýting mannauðs í velferðarkerfinu. Núverandi skjólstæðingar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að viðhalda þjónustunni, enda veitir hún þeim aukna öryggiskennd með reglulegu skjáinnliti og athugunum á velferð þeirra. Þó að skjáheimsóknirnar falli ekki formlega undir fjarheilbrigðisþjónustu að svo stöddu, hafa þær sýnt að þær bæta þjónustu við íbúa, létta á álagi starfsfólks og eru mikilvægur liður í þróun nútímalegrar velferðarþjónustu. Tæknilausnir og sveigjanleiki í þjónustu Til viðbótar við skjáheimsóknir hefur Fjallabyggð innleitt nýjar skipulagslausnir í þjónustukerfi sveitarfélagsins. Þar má nefna: Neyðarhnappa með símkorti, talsambandi í báðar áttir, fallskynjara og staðsetningarmöguleikum. Þeir veita aukið öryggi og hugarró fyrir skjólstæðinga og aðstandendur. Sveigjanleg skipulagning þjónustu, sem gerir notendum kleift að aðlaga þjónustutíma að þörfum sínum. Samstarfsverkefni um fallskynjara, þar sem prófanir hafa farið fram á heimilum eldra fólks, í þjónustuíbúðum aldraðra, hjúkrunarheimilinu Hornbrekku og á sjálfstæðri búsetu. Framtíðarsýn – sjálfbær velferðarþjónusta fyrir dreifbýli Með þeim árangri sem Hátindur 60+ hefur þegar sýnt fram á er ljóst að verkefnið hefur lagt traustan grunn að nýsköpun í velferðarþjónustu í dreifbýli. Samstarfið milli stofnana, sveitarfélags og samfélags hefur leitt til lausna sem ekki aðeins bæta lífsgæði heldur einnig stuðla að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu. Framtíðarsýn verkefnisins felur í sér áframhaldandi þróun og innleiðingu nýrra lausna sem mæta síbreytilegum þörfum eldra fólks. Fjallabyggð hefur sýnt að með framsýni og samvinnu er hægt að skapa umhverfi þar sem öldruðum er gert kleift að lifa með auknu öryggi, sjálfstæði og virðingu. Með þessari vegferð hefur verið brotið blað í velferðarþjónustu í Fjallabyggð – og það er aðeins upphafið. Sjá nánar hér um verkefnið

Frumkvæðissjóðir Bb II fyrir Öxarfjörð og Raufarhöfn

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 5. maí n.k. Umsóknir þurfa að tengjast meginmarkmiðum svæðanna og hafa samhljóm við framtíðarsýn verkefna. Verkefnin þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið. 

Fundur um markaðssetningu og gervigreind í ferðaþjónustu

Stafræn markaðssetning og hagnýting gervigreindar í ferðaþjónustu.

Opinn fundur um atvinnuþróun og fjármögnun 8. apríl

Dagana 8.–11. apríl standa Byggðastofnun og landshlutasamtökin fyrir opnum rafrænum fundum um atvinnuþróun og þá stuðningsmöguleika sem í boði eru vegna atvinnurekstrar og verkefna á landsbyggðinni
Getum við bætt síðuna?