Fara í efni

Úthlutun á Bakkafirði

Úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar. Mynd: Birgitta Rúnarsdóttir
Úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar. Mynd: Birgitta Rúnarsdóttir

Úthlutun á Bakkafirði

Þrettán samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Föstudaginn 3. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2023. Að þessu sinni var úthlutað 8.000.000 kr. úr verkefninu Betri Bakkafjörður til 13 samfélagseflandi verkefna en aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá því verkefnið hófst. Auglýst var eftir umsóknum í nóvember sl. og bárust 24 umsóknir um styrki að upphæð 49,5 m.kr. Til úthlutunar er fjármagn að upphæð 7 m.kr. sem koma í gegnum verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2023, en auk þess 1 m.kr. sem verkefnisstjórn hefur innkallað frá fyrri úthlutunum. Alls er því úthlutað 8.000.000 kr. 

Íbúar komu saman af því tilefni og hlýddu m.a. á frumsamda tóna við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en það voru þau Kristín Heimisdóttir og Sigurður Jóhannes Jónsson sem spiluðu og sungu fyrir gesti. Þess má reyndar geta að þau Kristín og Jonni munu, ásamt Hilmu Steinarsdóttur, standa fyrir stofutónleikum síðar á árinu þar sem flutt verður dagskrá um skáldið frá Djúpalæk.


Kristín og Jonni spila og syngja fyrir gesti . Mynd: Hilma Steinarsdóttir

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

María Guðmundsdóttir

Handverk í heimahúsi

1.100.000,-

Reimar Sigurjónsson

Sjósundskýli í Finnafirði

950.000,-

Bakkasystur ehf

Grásleppan

850.000,-

Fuglastígur á Norðausturlandi

Skilti við Stapann

500.000,-

Vilhjálmur B. Bragason

SAMSPIL II - Frá nyrstu ströndum

300.000,-

Bjargvættir ehf

Umhverfis- og öryggismál, Sæluvík gistiheimili

950.000,-

Björgunarsveitin Hafliði

Endurnýjun á Arnarbúð

700.000,-

North East Travel ehf

Bakkafest 2023

750.000,-

Áhugahópur íbúa

Tanginn með augum íbúa

400.000,-

Frisbígolf á Bakkafirði

Víðir Már Hermannsson

500.000,-

Hilma Steinarsdóttir

Stofutónleikar á Bjarmalandi

300.000,-

Hilma Steinarsdóttir

Á slóðum skáldanna

200.000,-

North East Travel ehf

Vetrarmarkaðsátak

500.000,-

   

Kr. 8.000.000,-


Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni. Verkefni til að mynda um sjósundskýli í Finnafirði, uppbyggingu á áfangastöðum í tengslum við fuglaskoðun, handverk og sölu þess, vetrarmarkaðsátak fyrir ferðaþjónustu, og menningarhátíðir. Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði samfélagsins við Bakkaflóa, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.
Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju.

Hér má lesa bækling um nánari útlistun á verkefnum
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Már Gunnarsson (gunnar@ssne.is) verkefnisstjóri verkefnisins í síma 864-2051.

Getum við bætt síðuna?