Drift EA opnar formlega
Drift EA opnar formlega
Í gær var formlega opnuð Drift EA, ný miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar í hjarta Akureyrar. Drift EA er óhagnaðardrifið og sjálfstætt hreyfiafl sem styður við nýsköpun og frumkvöðla með því að bjóða upp á fjármögnun, aðstöðu og þekkingu.
Drift er staðsett í Strandgötu 1 og býður upp á vettvang fyrir skapandi og kraftmikið fólk, fyrirtæki og fræðasamfélag til að mætast og vinna saman að nýjum hugmyndum. Meðlimir Drift EA fá aðgang að vinnuaðstöðu, tengslaneti og spennandi viðburðum.
Opnunin markar mikilvægt skref í að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi og skapa spennandi tækifæri fyrir framtíðarkynslóðir.
SSNE óskar Drift innilega til hamingju með opnunina.