Fara í efni

Díana Jóhannsdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SSNE

Díana Jóhannsdóttir ráðin verkefnastjóri hjá SSNE

Díana Jóhannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNE. Hún tekur við starfinu af Rebekku Garðarsdóttur sem hvarf til annarra starfa í ágúst.

Díana er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc. í alþjóðlegri mannauðsstjórnun frá University of Portsmouth. Díana starfaði sem verkefnastjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá árinu 2009 en frá árinu 2017 hefur hún verið sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðastofu. Í störfum sínum þar sinnti hún meðal annars verkefnum í tengslum við Sóknaráætlun Vestfjarða og markaðs- og kynningarmálum fyrir Vestfirði sem áfangastað ferðamanna.

Díana er fædd og uppalin á Akureyri og er því má segja að snúa aftur heim, en hún mun hefja störf í upphafi nýs árs.

Starf verkefnastjóra hjá SSNE var auglýst þann 23. september síðastliðinn og bárust 31 umsókn um starfið. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningaþjónustu Mögnum á Akureyri.

Getum við bætt síðuna?