Culture Moves Europe
Culture Moves Europe
Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe sem eru ferðastyrkir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu. Culture Moves Europe er styrkjapottur sem veitir meðal annars náms- og dvalarstyrki til listafólks á sviði lista og menningar. Markmið Culture Moves Europe er að koma á tengslum og efna til samstarfs evrópsks listafólks. Hægt er að sækja um ferðastyrki á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, myndlistar, bókmenntaþýðinga, tónlistar og sviðslista. Ferðastyrkur er 350€ auk 75€ á dag til uppihalds. Einstaklingar geta sótt um dvöl í 7-40 daga og hópar allt að fimm manns geta sótt um dvöl frá 7-14 daga. Umsóknarfrestur er opinn til 30. nóvember en umsóknir eru afgreiddar mánaðarlega og umsækjendum svarað.
Markmið Culture Moves Europe er jafnframt að styrkja listasmiðjur í Evrópu til að taka á móti evrópskum listamönnum til að sinna sköpun á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, bókmenntaþýðinga, tónlistar, sviðslista eða myndlistar. Næsti umsóknarfrestur verður árið 2025 en gott að huga að umsókn með haustinu.
Nánari upplýsingar má finna í viðburðardagatali SSNE en Rannís heldur utan um verkefni og styrki fyrir hönd Íslands innan Creative Europe.
Hún Ragnhildur Zoega veitir bæði ráðgjöf og upplýsingar um umsóknir, áætlanir og fresti. Endilega sendið henni línu ragnhildur.zoega (hjá) rannis.is
Forvitni er gulls ígildi. Viltu kanna aðra möguleika innan Creative Europe? Gjörðu svo vel: News | On the Move (on-the-move.org)