Verkefnastjóri á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar
Verkefnastjóri á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar
Leitað er að öflugum verkefnastjóra á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar með starfsstöð í Gíg í Þingeyjarsveit. Verkefnið er samstarf SSNE og Þingeyjarsveitar.
Um fullt starf er að ræða og er ráðið tímabundið til tveggja ára, með möguleika á framlengingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Græn skref SSNE.
- Stuðningur við sveitarfélög á sviði loftslags- og úrgangsmála.
- Samantekt og miðlun sjálfbærniupplýsinga.
- Verkefni tengd fjölnýtingu jarðvarma.
- Verkefni tengd atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsveit.
- Önnur verkefni sem tengjast samfélags- og sjálfbærnimálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Starfsreynsla á sviði verkefnastjórnunar.
- Þekking á sviði umhverfis- og orkumála.
- Reynsla af atvinnu- og byggðaþróunarverkefnum og/eða nýsköpun æskileg.
- Hæfni til að setja fram upplýsingar með aðgengilegum og fjölbreyttum hætti.
- Lausnamiðuð hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku.
- Góð almenn tölvukunnátta.