Fara í efni

Barnamenning og Æskulýðsstarf

Barnamenning og Æskulýðsstarf

SSNE vekur sérstaka athygli á þremur umsóknarfrestum sem eru framundan; Æskulýðssjóð, Barnamenningarsjóð og List fyrir alla. Umsóknafrestirnir eru frá 1. mars til 3. apríl n.k.

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Hlutverk Æskulýðsjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Upplýsingar um umsóknarfresti:

Æskulýðssjóð
List fyrir alla
Barnamenningarsjóð

Viltu vera á póstlista í tengslum við styrki og önnur tækifæri á sviði menningar og skapandi greina?
Smelltu hér!

Getum við bætt síðuna?