Fara í efni

Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og orkukerfa

Opinn kynningarfundur verður haldinn á netinu þann 9. júní 2021 frá kl. 13:00 - 15:30, þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarskilyrði.

GEOTHERMICA og JPP Smart Energy Systems auglýsa a eftir umsóknum um styrki til verkefna í sameiginlegu kalli fyrir árið 2021 „Accelerating the Heating and Cooling Transition“.

Markmið kallsins er að styðja við verkefni sem knýja áfram að tækniþróun, samþættingu orkukerfa og nýsköpun, á markaðsforsendum og hafa jafnframt burði til að ná verulegum árangri fyrir árið 2030. Til ráðstöfunar í kallinu eru allt að 32,5 milljónir evra.

Áhugasömum umsækjendum er bent á að skrá sig á kynningarfundinn sem fyrst:

Skráning á kynningarfund

Opnuð hefur verið vefsíða, Matchmaking Platform, fyrir þá sem vilja byrja að byggja upp verkefnishópa og móta hugmyndir. Í lok kynningarfundarins 9. júní verður haldið fyrirtækjastefnumót „matchmaking event” meðal skráðra þátttakenda.

Vefsíðan verður öllum opin til 4. október 2021.

Frekari upplýsingar

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til GEOTHERMICA í tölvupósti: info@geothermica.eu

Getum við bætt síðuna?