Fara í efni

Atvinnuátakið "Hefjum störf" formlega hafið

Atvinnuátakið "Hefjum störf" formlega hafið

Fyrir helgi var kynnt nýtt atvinnuátak ríkisins, þar sem stefnt er á að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Átakið, “Hefjum störf”  verður í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið.

Atvinnuleysi var 11,4 prósent í febrúar og á átakið að gera litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um , stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum auðveld­ara að ráða starfs­menn og búa sig þannig und­ir bjart­ari framtíð.

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa færri en 70 starfsmenn stendur til boða að fá 472 þúsund króna stuðning á mánuði með hverjum atvinnuleitanda sem þau ráða sem hefur verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur, auk 11,5 prósenta framlags í lífeyrissjóð.

Þá greiðir Vinnumálastofnun ráðningarstyrk í allt að sex mánuði til sveitarfélaga og opinberra stofnana sem ráða fólk sem er við það að ljúka bótarétti eða fullnýttu bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. október til 31. desember 2020.

Félagasamtökum, sem rekin eru til almannaheilla og án hagnaðarsjónarmiða, verður gert kleift að stofna til tímabundinna átaksverkefna í vor og sumar með ráðningarstyrk sem nemur launum að hámarki 472.835 kr. á mánuði auk 11, 5 prósenta mótframlags í lífeyrissjóð. Og ríkið greiðir 25 prósenta álag til að standa straum af kostnaði við verkefnin. Þá stendur til að kynna atvinnuúrræði fyrir námsmenn í sumar

Ráðning­ar­tíma­bilið er sex mánuðir, frá apríl til des­em­ber.

Opnað verður fyrir skráningu starfa, mánudaginn 22.mars

Allar frekari upplýsingar eru að finna á

www.hefjumstorf.is

Fréttir frá
Rúv.is
Mbl.is
Vinnumálastofnun

 

Getum við bætt síðuna?