Atkvæðagreiðsla um sameiningu verður 5.júní nk.
Atkvæðagreiðsla um sameiningu verður 5.júní nk.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja samþykktu í júní 2019 að hefja formlegar sameiningarviðræður í samræmi við 119. grein
sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd var skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og þar að auki voru skipaðir tveir fulltrúar til vara frá hvoru sveitarfélagi. Einnig höfðu sveitarstjórar seturétt. Samstarfsnefnd til aðstoðar voru 5 starfshópar um ýmsa málaflokka og voru þátttakendur í starfshópum alls 47. Tillaga samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í samráðsferli með íbúum og starfsmönnum. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn.
Atkvæðagreiðsla um sameiningu var samþykkt á sveitarstjórnarfundum um miðjan marsmánuð þar sem bæði sveitarfélög skoruðu jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Að sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegum. Að flýta breikkun einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 og á tengingum milli byggða, til dæmis um Engidalsveg. Þá leggja sveitarstjórnir áherslu á að öruggar samgöngur verði tryggðar innan svæðisins og við nærliggjandi þjónustukjarna, svo sem um Ljósavatnsskarð og að það verði hugað að endurskipulagningu almenningssamgangna þannig að þær þjóni hagsmunum íbúa svæðisins.
Sveitarfélögin hafa átt í miklu samstarfi sín á milli undanfarin ár en Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eiga með sér formlegt samstarf um skipulags- og byggingarmál og brunavarnamál. Auk þess eiga þau óformlegt samstarf um ýmis fleiri verkefni.
Verði sameining samþykkt mun sameinað sveitarfélag taka til starfa í júní 2022 í kjölfar reglulegra sveitarstjórnarkosninga.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.thingeyingur.is
Hér má lesa greinargerðina og forsendur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.