Fara í efni

Ársþing SSNE 2021

Ljósmynd: Aðalsteinn Atli
Ljósmynd: Aðalsteinn Atli

Ársþing SSNE 2021

Dagana 16. og 17. apríl verður annað ársþing SSNE haldið. Þingið verður rafrænt og er öllum opið sem eiga lögheimili á Norðurlandi eystra.

Málfrelsi og tillögurétt á þingum eiga eftirtaldir aðilar:

Fulltrúar í úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra
Fulltrúar fagráða SSNE
Fulltrúar í undirnefndum SSNE
Fulltrúar formlegra samtaka atvinnulífs sem starfa á svæðinu
Fulltrúar formlegra stéttarfélaga sem starfa á svæðinu
Fulltrúar menningar- og listastofnana sem starfa á svæðinu
Fulltrúar fræðastofnana á svæðinu
Fulltrúar formlegra samtaka á sviði umhverfismála á svæðinu
Fulltrúar opinberra stofnana
Framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaga
Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga og varamenn þeirra
Alþingismenn Norðausturkjördæmis og varamenn þeirra

Dagskrá þingsins er samkvæmt samþykkum félagsins ásamt erindum gesta, sjá hér.

Nauðsynlegt er að skrá sig hér til að fá senda slóð á fundinn. 

 

Getum við bætt síðuna?