Fara í efni

Arnheiður ráðin í starf verkefnastjóra í Gíg

Arnheiður Rán Almarsdóttir
Arnheiður Rán Almarsdóttir

Arnheiður ráðin í starf verkefnastjóra í Gíg

Arnheiður Rán Almarsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar með starfsstöð í Gíg í Þingeyjarsveit. Verkefnið er samstarf SSNE og Þingeyjarsveitar og er ráðið tímabundið til tveggja ára. Arnheiður var valin úr hópi 10 umsækjenda og verður hlutverk hennar að vinna að verkefnum á sviði umhverfis- og orkumála, verkefnum tengdum fjölnýtingu jarðvarma og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsveit svo fátt eitt sé nefnt.

Arnheiður er með BSc, gráðu í líftækni og MSc. gráðu í auðlindafræði. Auk þess er hún með MEd. gráðu í kennslufræðum ásamt því að hafa sinnt ýmsum nefndarstörfum á umhverfissviði.

Arnheiður hefur starfað í mörg ár við umhverfismál og auðlindanýtingu en núna síðast vann hún sem kennari í Mývatnssveit þar sem hún meðal annars vann að innleiðingu Grænafána verkefnisins og stýrði tilraunverkefni í úrgangsmálum. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri MýSköpunar ehf., og kom þar á legg þörungaræktun með jarðvarmanýtingu og verðmætasköpun að leiðarljósi.

Við bjóðum Arnheiði velkomna til starfa en hún hefur störf á nýju ári.

Getum við bætt síðuna?