Alls hlutu sex verkefni á Norðurland eystra styrk úr nýjum Matvælasjóði Íslands sem tilkynnti um styrkhafa í dag
Alls hlutu sex verkefni á Norðurland eystra styrk úr nýjum Matvælasjóði Íslands sem tilkynnti um styrkhafa í dag
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði í morgun og hljóta alls 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 m.kr. að þessu sinni. Alls bárust sjóðnum 266 umsóknir og var sótt um fyrir rúmlega 2,7 ma.kr.
Verkefnin á Norðurlandi eystra sem hlutu styrk eru No – dig Market Gardening, Tilraunaræktun á ostrum á landi, Kjötvinnslu breytt í atvinnueldhús, Sauðaostar og sauðaostagerð. Verkefnin hlutu styrk að fjárhæð 7,79 m.kr.
Verkefnin Mývatns spirulina og Þróun framleiðsluvara byggðum á íslenskum jurtagrunni fengu samtals 14,5 m.kr. styrk úr flokknum Afurð sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar.
Áætlað er að Matvælasjóður muni hafa 628 m.kr. til umráða á árinu 2021 og er stefnt á að opnað verði fyrir umsóknir í mars og að önnur úthlutun sjóðsins fari fram í maí 2021.
SSNE óskar öllum styrkhöfum innilega til hamingju.
Í framhaldinu hvetjum við Norðlendinga í matvælaframleiðslu til að kynna sér sjóðinn en hægt er að fylgjast með starfsemi sjóðsins á heimasíðunni www.matvælasjóður.is