74 styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar!
Skrifað
06.12.2024
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
74 styrkir til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar!
Á rafrænni úthlutunarhátíð sem haldin var 5. desember var tilkynnt um þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra sem er fjármagnaður úr Sóknaráætlun svæðisins. Á úthlutunarhátíðinni héldu tveir styrkþegar erindi, voru það þau Örlygur Hnefill og Erla Dóra sem bæði komu inn á mikilvægi Uppbyggingarsjóðs og nauðsyn þess að fá aukið fjármagn í þennan farveg.
Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru mjög fjölbreytt og ljóst að mikil gróska er á Norðurlandi eystra í öllum geirum atvinnulífs og menningar. Hér má finna styrkúrhlutun ársins.