54 milljónum úthlutað úr Sprotasjóði
54 milljónum úthlutað úr Sprotasjóði
Rúmlega 54 milljónum til 42 verkefna var á dögunum úthlutað úr Sprotasjóði, en sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik- grunn og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru lærdómssamfélög skóla annars vegar og drengir og lestur.
Umsækjendur og verkefni þeirra sem fengu styrk fyrir samtals rúmlega níu milljónir á Norðurlandi eystra eru:
Leikskólinn Iðavöllur: Lærum saman- lærdómssamfélag í leikskóla
Glerárskóli: Strákar, lesum saman! - að efla læsi drengja út frá áhugahvöt þeirra.
Grunnskóli Fjallabyggðar: Stærðfræðinám í lærdómssamfélagi.
Þelamerkurskóli: Gullnáman - þverfaglegt læsi byggt á raunveruleikatengdum verkefnum.
Dalvíkurskóli: Skólasamfélagið í Dalvíkurbyggð - Lærdómssamfélag.
Grunnskólinn á Þórshöfn: Lærdómssamfélag í skólasamfélagi Langanesbyggðar.
Heildarumsóknir til sjóðsins voru 105 samtals: 66 umsóknir frá grunnskólastigi, 10 umsóknir frá leikskólastigi, 16 umsóknir frá framhaldsskólastigi og 13 umsóknir þvert á skólastig.