Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 31. fundur - 10. nóvember 2021

10.11.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 10. nóvember 2021 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi slitið kl. 12:25

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Sigurður Þór Guðmundsson (fór af fundi kl 11:30), Helga Helgadóttir (fór af fundi kl 12:11) og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Fjarverandi var Kristján Þór Magnússon.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1. SAMNOR

Fulltrúar SAMNOR, Ingunn Helga Bjarnadóttir, Jón Már Héðinsson, Lára Stefánsdóttir, Sigríður Huld Jónsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Valgerður Gunnarsdóttir komu á fundinn, kynntu samstarf sín á milli og ræddu samstarf við SSNE. Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri SSNE, sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn þakkar fulltrúum SAMNOR fyrir kynningu og samtal á fundinum og felur formanni og starfsfólki SSNE að vinna að áframhaldandi samstarfi. Jafnframt samþykkir stjórn að ónotaðir fjármunir úr Uppbyggingarsjóði verði nýttir í að framleiða markaðsverkefni framhaldsskóla svæðisins, að undangengnu samþykki úthlutunarnefndar.

2. Áhersluverkefni SSNE

Elva Gunnlaugsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti, ásamt framkvæmdastjóra, framkomnar hugmyndir um áhersluverkefni SSNE 2022.

Lagt fram til kynningar.

3. Formlegt erindi til Vegagerðarinnar varðandi uppgjör vegna strætó

Þórður Stefánsson, bókari SSNE, sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmdastjóri kynnti drög að erindi til Vegagerðarinnar.

Fylgiskjal: Vegagerðin vegna uppgjörs almenningssamgangna

Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að knýja á um að loforð Vegagerðarinnar um niðurfellingu skuldar vegna almenningssamgangna verði efnd.

4. Staðfesting stjórnar á breytingum á verklagsreglum úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs

Stjórn SSNE samþykkir framkomnar tillögur um breytingar á verklagsreglum og starfsreglum Uppbyggingarsjóðs.

5. Hraðið, erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga.

Stjórn SSNE telur verkefnið vera uppbyggilegt og spennandi og styður framgang þess.

6. Húsnæði SSNE á Húsavík

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar áætlun um kostnað við að leigja húsnæði að Hafnarstétt 3 á Húsavík og samanburð við núverandi kostnað sem og áætlun um upphafskostnað vegna endurnýjunar á húsgögnum og kaupa á öðrum búnaði.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að segja upp núverandi húsnæði að Garðarsbraut 5 á Húsavík og ganga til samninga um leigu á húsnæði í Hafnarstétt 3. Með því verður öll vinnuaðstaða starfsfólks bætt til muna en einnig er það mjög til hagsbóta fyrir starfsemi SSNE að vera í rými þekkingarsamfélags og frumkvöðla þar sem nýsköpun og atvinnuþróun er í forgrunni. Stjórn gerir þá kröfu að aðgengi fyrir alla í hinu nýja húsnæði SSNE verði tryggt.

7. Framvinda fjárhagsáætlunar fyrir desember þingið

Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu fjárhagsáætlunar 2021 og 2022.

8. Efni til kynningar.

a) Skipting framlaga til sóknaráætlana 2022

b) 2022 Skipting grunnframlaga - töflur

c) Skipting grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta 2020

d) Starfs- og fjárhagsáætlun úthlutunarnefndar

e) Fundargerð 70. fundar SSNV

f) Flugklasinn - staða okt 2021

g) Fundargerð 573. fundar SASS

h) Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

i) Skipun í stýrihóp

9. Önnur mál

Engin mál voru rædd undir þessum lið.

 

Getum við bætt síðuna?