Fara í efni
Umsóknarfrestur: þróunarsjóður innflytjendamála

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og innflytjendaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarverkefni og efla rannsóknir á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Við val verkefna sem hljóta styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála árið 2024 verður áhersla lögð á verkefni sem efla lýðræðislega þátttöku, vinna gegn fordómum og efla færni í notkun íslensku í samskiptum.

Óskað er eftir umsóknum um verkefni sem ná til:

  • Vinnu gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun.
  • Virkar notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Áhersla er lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk.
  • Þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að virkri lýðræðisþátttöku jafnt í félagasamtökum sem og stjórnmálum.

Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um.

Styrkir verða veittir einstaklingum, félögum, samtökum og opinberum aðilum. Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um jafnt á íslensku sem og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024.

Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur er liðinn verður ekki tekin til umfjöllunar.

Frekari upplýsingar fást í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið frn@frn.is.

Umsóknarfrestur: þróunarsjóður innflytjendamála