Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Þeir sem geta sótt um styrk í Barnamenningarsjóð eru starfandi listamenn, list- og menningartengdar stofnanir, félagasamtök og aðrir sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Hver umsókn að skal innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu sjálfu og markmiðum þess, aðstandendum og verklagi við framkvæmd þess, ásamt vandaðri tíma- og kostnaðaráætlun.
Mat á umsóknum skal einkum byggja á eftirtöldum sjónarmiðum: Verkefni styðji fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni, sem auk ofangreindra þátta, stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig þau verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofuana, skóla, listafólks og félagasamtaka
Umsóknarfrestur er 7.apríl kl 15:00. Umsóknum skal skilað inn í gegnum rafrænt umsjónarkerfi Rannís
Nánari upplýsingar:
Ragnhildur Zoëga, s. 515 5838
Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839
Einnig er tekið á móti fyrirspurnum á barnamenningarsjodur@rannis.is
Nytsamlegar upplýsingar:
Reglur um úthlutun styrkja úr Barnamenningarsjóði
Matskvarði fyrir Barnamenningarsjóð