Fara í efni
Umsóknarfrestur: Samstarfsnet og þróunarverkefni í leik- grunn- og framhaldsskólum
Hér eru ýmis tækifæri í boði. 

Nordplus Junior

Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, kennaraskipta, þjálfun nema í starfsnámi og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum).
Opið er fyrir umsóknir um undirbúningsheimsóknir tvisvar á ári, í október og febrúar ár hvert.
--> skuli.leifsson (hjá) rannis.is veitir upplýsingar fyrir alla þessa styrki.

Nordplus Voksen
Styrkir til handa stofnana á sviði fullorðinsfræðslu, starfsþjálfunar og óformlegrar menntunar á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, kennarar þeirra, starfsmenn og nemendur. Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, heimsókna kennara og stjórnenda og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum). Opið er fyrir umsóknir um undirbúningsheimsóknir tvisvar á ári, í október og febrúar ár hvert.
--> margret.johannsdottir (hjá) rannis.is veitir upplýsingar fyrir alla þessa styrki.

 Nordplus fyrir háskólastigið
Styrkir fyrir háskóla, kennara og starfsmenn. Verkefni snúa að samstarfsnetum háskóla og verkefnum þeirra, t.d. stúdenta- og starfsmannaskipti. Boðið upp á Express-mobility fyrir stúdenta þar sem lágmarksdvöl er aðeins 5 dagar. 
--> sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is veitir upplýsingar fyrir alla þessa styrki.

Sjá nánar yfirlit hér: Nordplus | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is)

Umsóknarfrestur: Samstarfsnet og þróunarverkefni í leik- grunn- og framhaldsskólum