Norðurorka auglýsir eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2022.
Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjunum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Styrkir eru fyrst og fremst veittir til starfsemi á starfssvæði Norðurorku hf. en einnig hafa verið veittir styrkir til verkefna sem taka til landsins alls.
Öllum umsóknum verður svarað og er umsóknarfrestur til 19. nóvember 2021.
Styrkumsóknum skal skila á rafrænu formi, með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Fyrir þau sem heldur kjósa að senda okkur umsóknina í pappírsformi, má nálgast eyðublað til útprentunar hér að neðan.
Umsóknareyðublað til útprentunar má nálgast hér.