ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND AÐ VERKEFNI ?
SSNE verður á ferð um norðausturland dagana 4. - 7. október næstkomandi til að veita persónulega ráðgjöf og viðtöl vegna umsóknarskrifa í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Þriðjudagur 5. október
- Grenivík kl. 13:30-15:00, staður: Skrifstofa Grýtubakkahrepps
Opnað verður fyrir styrkumsóknir í uppbyggingarsjóð landshlutans mánudaginn 4.október en umsóknarfresturinn verður lengri en verið hefur síðustu ár eða til kl. 13.00 miðvikudaginn 10.nóvember.
Veittir eru styrkir í eftirfarandi þremur flokkum:
- Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði menningar
- Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
〉〉 Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum 〈〈
Nánari tímasetningar má finna hér, og við hvetjum áhugasama að skrá sig í ráðgjöf hér.
Allar nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóðinn má finna hér.